Þessi reitur er notaður þegar söluhausinn hefur verið reikningsfærður og útkomunni af viðskiptamannafærslunum er bætt á vaxtareikning eða innheimtubréf.

Reitinn má nota til þess að ákvarða hvort vextir reiknist af bókuðum færslum.

Fyrir bókun má færa í reitinn með upphafsstöfum notanda eða einhverjum öðrum kóta til að gefa til kynna að viðskiptamannafærslan skuli bíða samþykkis áður en vöxtum er bætt við hana. Ef eitthvað er skráð í reitinn bíður færslan samþykkis.

Þegar keyrslan Stofna vaxtareikninga eða Leggja til vaxtareikn.línur er keyrð eru færslur sem merktar eru Bið ekki með í vaxtaútreikningi og koma ekki fram á reikningnum.

Þegar keyrslurnar Stofna innheimtubréf eða Leggja til innheimtubr.línur eru notaðar er innheimtubréf ekki stofnað á grunni færslu sem er í bið. Ef innheimtubréf er hins vegar stofnað á grunni annarrar færslu er gjaldfallin færsla sem merkt er í bið einnig tekin með í innheimtubréfinu. Færslan sem er í Bið er tekin með í útreikningi á vöxtum.

Þegar færslan hefur verið bókuð má breyta reitnum í töflunni Viðskm.færsla.

Ábending

Sjá einnig