Tilgreinir greiningaryfirlitsfærslur sem verða til þegar greiningaryfirlit er uppfært. Greiningaryfirlitsfærsla samanstendur af einni eða fleiri fjárhagsfærslum sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi bókunardagsetningu, reikningsnúmer og víddarupplýsingar sem tilgreind hafa verið fyrir greiningaryfirlit.
Þegar greiningaryfirlit er skilgreint er hægt að tilgreina hvaða upplýsingar eigi að birtast í því yfirliti. Til dæmis er hægt að tilgreina hvaða víddir og víddargildi fjárhagsfærslur þurfi að hafa til þess að þær séu teknar með í yfirliti. Einnig er hægt að tilgreina hvort aðeins eigi að taka fjárhagsfærslur sem bókaðar eru á ákveðna reikninga með í greiningaryfirliti með aðgerðinni Afmörkun reiknings. Þegar greiningaryfirlit er uppfært þjappar kerfið fjárhagsfærslur sem uppfylla skilyrðin sem sett eru fyrir greiningaryfirlitið og býr til greiningaryfirlitsfærslur. Hver greiningaryfirlitsfærsla stendur fyrir einstaka samsetningu bókunardags, númer fjárhagsreiknings og víddargilda.
Greiningaryfirlitsfærsla getur því falið í sér margar fjárhagsfærslur eftir því hvaða dagsetningaþjöppun hefur verið stillt fyrir greiningaryfirlitið. Ef valið er að þjappa ekki dagsetningum fyrir greiningaryfirlitsfærslur verður hver greiningaryfirlitsfærsla jöfn einni fjárhagsfærslu. Ef hinsvegar er valið að dagsetningaþjappa greiningaryfirlitsfærslur teljast allar fjárhagsfærslur innan tímabils sem hafa sömu samsetningu bókunardags, númers fjárhagsreiknings og víddargilda til einnar greiningaryfirlitsfærslu.
Með því að velja reitinn Færslunr. er hægt að skoða hvaða fjárhagsfærslur eru að baki greiningaryfirlitsfærslunni.