Tilgreinir upphæðirnar sem eru notaðar við útreikning á gengi sem runuvinnslan Leiðrétta gengi mun nota. Þessi keyrsla notar leiðréttingargengið til að gera gengisleiðréttingu (hagnaðar- og tapfærslur) í fjárhags-, viðskiptamanna-, lánardrottna- og bankafærslum. Upphæðin sem færð er í reitinn er á við gjaldmiðilinn í reitnum Gjaldmiðilskóti.

Eftirfarandi dæmi sýnir hvernig hægt er að færa gengisupphæðir í glugganum Gengi gjaldmiðla. Bent er á að auði kótinn í reitnum Kóti viðmiðunargjaldmiðils vísar til SGM.

Gjaldmiðilskóti Kóti viðmiðunargjaldmiðils Leiðrétting gengisupphæðar Upph. leiðr. viðmiðunargengis

USD

Ekkert

100%

64,8824

Í þessu dæmi er leiðréttingargengi á USD í SGM 64,8824 SGM fyrir 100 USD. Kerfið notar upplýsingar í glugganum Gengi gjaldmiðils við útreikning á leiðréttingargengi.

Notandi skilgreinir tímabilið þar sem þetta gengi er gilt í Upphafsdagsetning reitnum. Gengið í línunni gildir frá upphafsdagsetningu til dagsetningarinnar í reitnum Upphafsdagsetning í næstu línu.

Mikilvægt
Ef bókað er í öðrum skýrslugjaldmiðli verður að halda eftir gengisupphæðum þess gjaldmiðils sem færðar eru í gluggann Gengi gjaldmiðils.

Ábending

Sjá einnig