Tilgreinir fjárhagsreikninginn sem nota á til að bóka reiknaðan, áætlaðan skatt á innkaupafærslur. Velja reitinn til að sjá bókhaldslykla.

Hægt er að nota þennan reit ef skattur er ekki gjaldfallinn fyrr en greiðsla fyrir innkaupin hefur farið fram og hún bókuð. Jafnframt skal velja einn þeirra kosta sem fram koma í reitnum Tegund áætlaðs VSK.

Skattupphæðin verður bókuð á reikning fyrir áætlaðan skatt þar sem hún verður þar til greiðslan er bókuð á lánardrottin. Þá verður hún færð á reikninginn Reikningur innskatts. Þessi aðgerð hjálpar til við að henda reiður á útstandandi innkaupaskatt og uppsöfnuðum skatti sem gjaldfellur ekki fyrr en innkaupareikningurinn hefur verið greiddur.

Ef nota á þessa aðgerð skal setja gátmerki í reitinn Áætlaður VSK í glugganum Fjárhagsgrunnur.

Ábending

Sjá einnig