Tilgreinir hvernig farið er með áætlaðan skatt, það er að segja skatt sem er reiknaður en ekki gjaldfelldur fyrr en reikningur er greiddur. Það veltur á tegund áætlaðs VSK hvernig greiðsla skiptist í samræmi við upphæð reiknings (án skatts) og skattupphæðina sjálfa, svo og hvernig skattupphæðir eru fluttar af áætluðum skattreikningi á (gildan) skattreikning.

Bent er á að sjálfgildi reitsins er Auður. Þeim kosti má einungis breyta ef gátmerki er í reitnum Áætlaður VSK í glugganum Fjárhagsgrunnur.

Tiltækir kostir um meðferð skatta við bókun á greiðslum eru sem hér segir:

Valkostur Lýsing

Auður

Þessi kostur er valinn ef kerfið á ekki að nota aðgerðina Áætlaður skattur fyrir gildandi skattlögsögu.

Prósenta

Þegar þessi kostur er valinn verða skatt- og reikningsfjárhæðir í réttu hlutfalli við greiðsluprósentu þeirrar reikningsupphæðar sem eftir stendur. Greidd skattupphæð færist af reikningi fyrir áætlaðan skatt yfir á skattreikninginn.

Fyrsta

Þegar þessi kostur er valinn taka greiðslur fyrst til skatts og síðan reikningsupphæðar.

Síðasta

Þegar þessi kostur er valinn taka greiðslur fyrst til reikningsupphæðar og síðan skatts. Í því tilviki flyst engin upphæð af reikningi fyrir áætlaðan skatt yfir á skattreikninginn fyrr en heildarupphæð reikningsins hefur verið greidd, að skatti undanskildum.

Fyrst (fullgreitt)

Þegar þessi kostur er valinn taka greiðslur fyrst til skatts (eins og í valkostinum Fyrst ) en engin upphæð flyst á skattreikning fyrr en skattupphæðin er greidd að fullu.

Síðast (fullgreitt)

Þegar þessi kostur er valinn taka greiðslur fyrst til reikningsupphæðar (eins og í valkostinum Síðast ) en engin upphæð flyst á skattreikninginn fyrr en skattupphæðin er greidd að fullu.

Ábending

Sjá einnig