Tilgreinir tegund innkaupaafsláttar sem á að bóka sérstaklega.
Ákvarða afsláttartegund því að smella á reitinn og velja einn eftirfarandi kosta:
Valkostur | Aðgerð |
---|---|
Enginn afsláttur | Ef valið er Enginn afsláttur bókar kerfið ekki afslátt sérstaklega en dregur afsláttinn í staðinn frá áður en það bókar. Þess vegna sést afsláttarupphæðin ekki í glugganum Bókhaldslykill. |
Reikningsafsláttur | Ef valið er Reikningsafsláttur bókar kerfið reikningsafsláttinn og reikningsupphæðina samtímis. Kerfið notar reikningsafsláttarreikninginn sem hefur verið færður í reitinn Reikningur innk.reikn.afsl. í töflunni Alm. bókunargrunnur. Unnt er að sjá upphæð afsláttarins í bókhaldslyklinum. |
Línuafslættir | Ef valið er Línuafsláttur bókar kerfið línuafsláttinn og reikningsupphæðina samtímis. Kerfið notar línuafsláttarreikninginn sem hefur verið færður í reitinn Reikningur innk.línuafsl. í töflunni Alm. bókunargrunnur. Unnt er að sjá upphæð afsláttarins í bókhaldslyklinum. |
Allur afsláttur | Ef Allur afsláttur er valið bókar kerfið reiknings- og línuafslátt um leið og reikningsupphæðin er bókuð. Kerfið notar reikningsafsláttarreikningsnúmerið sem fært hefur verið inn í reitinn Afsláttarreikningur innkaupareiknings og línuafsláttarnúmerið í reitnum Afsláttarreikningur innkaupalínu í töflunni Almennur bókunargrunnur. Unnt er að sjá báðar afsláttarupphæðirnar í bókhaldslyklinum. |
Sjálfgefinn valkostur verður Enginn afsláttur ef þessi reitur er hafður tómur.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |