Tilgreinir ótakmarkaðan fjölda kóta. Sérhver kóti vísar til samstæðu skilmála innheimtubréfa.
Þegar innheimtubréf eru stofnuð notar kerfið þær upplýsingar um skilmála innheimtubréfa sem kótinn vísar til.
Sérhver kóti í töflunni Skilmálar innheimtubréfa tengist undirtöflunni Stig innheimtubréfs. Vegna sérhvers kóta skilmála innheimtubréfa má skilgreina samsvarandi stig innheimtubréfs.
Þessi tafla gefur kost á mismunandi skilmálum vegna hinna ýmsu viðskiptamanna. Þegar viðskiptamanni hefur verið úthlutað skilmálum innheimtubréfa notar kerfið þær upplýsingar sjálfkrafa þegar keyrslurnar Stofna innheimtubréf eða Leggja til innheimtubr.línur eru notaðar.