Inniheldur mælieiningarkóta sem kerfið verður að nota þegar varan er seld. Er sjálfkrafa fyllt út þegar reiturinn Grunnmælieining er fylltur út. Til að sjá lista yfir tiltækar mælieiningar skal velja reitinn.
Einungis skal breyta þessum reit ef vara er seld í einingum sem eru frábrugðnar kótanum í reitnum Grunnmælieining. Ef svo er þarf einnig að setja upp viðeigandi umreiknistuðul í töflunni Mælieiningarstuðull vöru.
Mikilvægt |
---|
Ef grunnmælieiningin er ekki notuð eða sölumælieiningunni er eytt á birgðaspjaldinu er reiturinn Mælieiningarkóti ekki fylltur út í sölulínunum. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |