Stofnar bankareikningsyfirlit þegar bankayfirlit hefur verið stemmt af gagnvart innri bankareikning með aðgerðinni Bankareikn.afstemming. Yfirlitið má skoða með því að velja Bankareikn., Yfirlit á bankareikningsspjaldi.

Hér má skoða öll bankayfirlit sem notandi hefur stemmt af gagnvart bankareikningi. Með þessum starfshætti má halda skrá um öll bankareikningayfirlit í kerfinu þannig að óþarfi er að varðveita á pappír þau afrit af bankareikningayfirlitum sem berast frá banka.

Bankareikningsyfirlit birtist ásamt haus og ýmsum tengdum línum.

Í hausnum koma fram almennar upplýsingar, svo sem númer á bankayfirliti, númer afstemmds bankareiknings og lokastaða bankayfirlits.

Í línunum koma fram þau viðskipti á bankayfirliti sem hafa verið stemmd af gagnvart bankareikningnum í kerfinu.

Efni reita í töflunni Bankareikningsfærsla er ekki hægt að breyta þar sem Bankareikn.afstemming hefur verið bókað.

Sjá einnig