Tilgreinir reikningsbil eða röð reikningsnúmera. Mest má rita 30 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.
Þegar reikningsnúmer eru færð inn í reitinn verður heildarinnistæða reikninganna lögð saman.
Til athugunar |
---|
Ekki þarf að færa neitt í þennan reit nema Samtala fjárhags hafi verið valin í reitnum Tegund. |
Reiturinn Samtala fjárhags er eins konar afmörkunarreitur, enda takmarkast fjöldi þeirra reikninga sem kerfið notar til að reikna heildarjöfnuð af því sem fært er inn í hann. Um þetta eru sérstakar reglur þar sem færa má inn:
Lýsing | Dæmi | Merking |
---|---|---|
Jafnt og | 377 | Reikningur 377 |
Millibil | 1100. . 2 1 0 0 ..2500 | Reikningar 1100 til 2100 Reikningar upp í og að 2500 meðtöldum |
Annaðhvort eða | 1200|1300 | Reikningar 1200 og 1300 |
Einnig má tengja grunnformin saman:
Dæmi | Merking |
---|---|
5999 | 8100 .. 8490 | Reikningur 5999 og reikningar 8100 til 8490 |
..1299|1400.. | Reikningar upp í og að meðtöldum 1299, svo og reikningur 1400 og þar fyrir ofan - sem sé allir reikningar nema 1300 til 1399 |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |