Þegar pantaðar eru vörur eru þær ekki alltaf afhentar frá aðsetrinu á reikningnum. Við stofnun innkaupapantana, reikninga og kreditreikninga, er hægt að nota töfluna Pöntunaraðsetur til að velja mismunandi pöntunaraðsetur.

Pöntunaraðsetur eru sett upp fyrir hvern lánardrottin á lánardrottnaspjaldinu.

Í töflunni Pöntunaraðsetur geta verið nokkur pöntunaraðsetur fyrir hvern lánardrottin. Kóti sem táknar upplýsingar um pöntunaraðsetur er tengdur hverju aðsetri. Þegar sett eru upp innkaupatilboð, -pantanir, -reikningar og -kreditreikningar má færa pöntunaraðseturskóta inn í reitinn Pöntunaraðseturskóti á pöntunarhausnum, sem ákveður hvaða pöntunaraðsetur er notað.

Athuga skal að ef valið er nýtt aðsetur í töflunni Pöntunaraðsetur skiptir kerfið um alla aðsetursreiti í innkaupahausnum eins og hér segir: í stað aðsetursins sem tengist lánardrottinsnúmerinu í reitnum Númer afhendingaraðila er sett nýja aðsetrið.

Þegar kótinn hefur verið færður í reitinn Pöntunaraðsetur á innkaupabeiðnum, -pöntunum, -reikningum eða -kreditreikningum verða þær upplýsingar sem tengjast pöntunaraðseturskótanum (aðsetur, heiti o.s.frv.) prentaðar út.

Sjá einnig