Sýnir tegund VSK-útreikningsins sem notuð verður þegar þessi bókarlína er bókuð.

Kerfið færir sjálfkrafa í reitinn með því að nota reitina VSK viðsk.bókunarflokkur og VSK vörubókunarflokkur.

Valkostur Lýsing

Venjul. VSK

Þegar þessi kostur er valinn reiknar kerfið VSK af upphæðinni í línunni og stofnar VSK-færslu þar sem upphæðin er meðtalin.

Bakfærður VSK

Þessi kostur er notaður þegar í línunni eru viðskipti við ESB-land/svæði þar sem kaupandi á að reikna út VSK og standa skattayfirvöldum skil á honum.

Þessi kostur hefur engin áhrif á ársreikninga fyrirtækisins. Við sölu á vörum eða þjónustu með bakfærðum VSK er VSK hvorki reiknaður né frádreginn. Við kaup á vörum eða þjónustu reiknar kerfið upphæð VSK og debetfærir á innkaupareikning VSK og kreditfærir á reikning bakfærðs VSK.

Eingöngu VSK

Þessi kostur er notaður þegar upphæðin sem er verið að bóka í þessa línu er eingöngu VSK. Þessi kostur kann til dæmis að henta þegar leiðréttingarfærsla er gerð til leiðréttingar á villu í VSK-útreikningi.

Söluskattur

Þessi kostur er því aðeins notaður að gert sé ráð fyrir bandarískum söluskatti í uppsetningu kerfisins. Þannig eru kerfinu gefin fyrirmæli um að sækja upplýsingar í tilteknar söluskattstöflur og reikna síðan út söluskatt í stað VSK.

Ábending

Sjá einnig