Birtir annaðhvort heildaráætlun fjárhagsreikningsins eða ákveðinnar áætlunar ef skilgreint hefur verið heiti í reitnum Heiti áætlunar.
Kerfið reiknar og uppfærir sjálfkrafa efni reitsins á grundvelli færslnanna í reitnum Upphæð í Fjárhagsáætlanafærslu.
Hægt er að afmarka reitinn Áætluð upphæð þannig að efni hans sé einungis byggt á tilteknum gildum altækrar víddar 1, gildum altækrar víddar 2 og/eða fyrirtækiseiningum. Einnig má afmarka við dagsetningar með FlowFilters.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |