Opnið gluggann Áætlun.

Tilgreinir samantekt upplýsinga um upphæð sem áætluð er á hvern fjárhagsreikning á mismunandi tímabilum.

Ef áætlun hefur ekki verið gerð er smellt hér til að fá nánari upplýsingar.

Flýtiflipinn Almennt:

Val Virkni

Heiti áætlunar

Valið er heiti áætlunarinnar sem vinna á með.

Sýna sem línur

Velja skal víddina sem á að birta sem línur á flýtiflipanum Áætlunarvíddar .

Sýna sem dálka

Velja skal víddina sem á að birta sem dálka á flýtiflipanum Áætlunarvíddar.

Skoða eftir

Velja skal tímabilin sem á að skoða áætlunartölur fyrir.

Sléttunarstuðull

Valinn er sléttunarstuðull sem kerfið notar til að slétta upphæðir í dálkunum. Ef 1000 er t.d. tilgreint eru allar upphæðir sýndar í þúsundum.

Sýna heiti dálka

Velja skal þennan reit ef dálkheiti eiga að sýna lýsandi heiti sem gefin hafa verið víddargildum og fjárhagsreikningum sem dálkafyrirsagnir í staðinn fyrir samsvarandi kóta. Það auðveldar notandanum að skilja fylkisgluggann hafi töluleg víddargildi og fjárhagsreikningskótar verið settir upp.

Flýtiflipi fyrir Áætlunarvídd

Í fyrstu þremur dálkum fylkisins eru eftirfarandi upplýsingar:

Val Virkni

Kóti

Þessi dálkur sýnir víddargildiskóta víddarinnar sem valin var í reitnum Sýna sem línur. Smellt er á köfunarhnappinn í reitnum til að skoða lista yfir tiltæk víddargildi.

Heiti

Þessi dálkur sýnir heiti víddargildisins í línunni.

Áætluð upphæð

Í dálknum er heildaráætlun víddar eða fjárhagsreiknings eða ákveðin áætlun, ef skilgreint hefur verið heiti í reitnum Heiti áætlunar. Smellt er á köfunarhnappinn næst reitnum til þess að skoða fjárhagsáætlunarfærslurnar.

Dálkarnir sem eftir eru í fylkinu sýna víddargildiskóta víddarinnar sem valin var í reitnum Sýna sem dálka.

Smellt er á gildin í fylkisreitunum til að skoða undirliggjandi fjárhagsáætlunarfærslur.

Flýtiflipinn Afmarkanir

Val Virkni

Dags.afmörkun

Stilla skal afmörkun dagsetninga sem stýrir því hvernig áætluðum upphæðum er raðað.

Afmörkun fjárhagsreiknings

Setja skal afmörkun á fjárhagsreikninga þannig að gildin í reitunum Staða, Áætlun til dags og Áætluð upphæð séu aðeins byggðar á fjárhagsreikningum sem eru með í afmörkuninni.

Afmörkun altækra vídda

Færa skal inn víddargildi sem kerfið notar við afmörkun upplýsinganna í glugganum. Smellt er hér til að fræðast um víddir.

Afmörkun áætlunarvídda

Velja skal áætlunarvídd sem afmörkun þannig að virði í áætlunarreitunum séu aðeins byggð á áætlunarfærslum með þessi víddargildi.

Ábending