Tilgreinir hvort bókaði kreditreikningurinn sé tekinn með í reikninginn í greiðslutillögu þegar innkaupahausinn hefur verið bókaður og keyrslan Greiðslutillögur til lánardr. er keyrð.
Fyrir bókun getur notandi fært upphafsstafi sína - eða hvað sem er - í reitinn. Þetta merkir hann þannig að kreditreikningurinn er settur í bið eftir bókun.
Ef eitthvað er í reitnum (hann er ekki auður) er færslan ekki talin með þegar keyrslan Greiðslutillögur til lánardr. er notuð. Reiturinn sýnir að kreditreikningurinn bíður samþykkis. Ef reiturinn er auður tekur kerfið mið af kreditreikningnum þegar það gerir greiðslutillögu.
Reitnum er hægt að breyta í höfuðbókarfærslu lánardrottins eftir bókun.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |