Tilgreinir hvort ný síða eigi að byrja strax á eftir þessum verkhluta þegar verkhlutarnir eru prentaðir út. Til að hefja nýja síðu eftir þennan verkhluta verks skal velja gátreitinn Ný bls..
Reiturinn er notaður þegar kerfið tekur saman skýrslu. Með því að setja inn síðuskil er hægt að prenta út verkhlutana þannig að verkhlutar sem eiga saman prentist á sömu síðu.
Ný bls., Auðar línur og Inndráttur ákvarða umbrot verkhlutaskýrslnanna.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |