Opnið gluggann Birgðir - Endurpöntunarlisti.

Sýnir lista yfir vörur með neikvæða birgðastöðu, raðað eftir lánardrottnum. Þessi skýrsla er notuð til að auðvelda ákvörðun um hvaða vörur þurfi að endurraða.

Skýrslan sýnir hversu mikið af vörum er á innleið á innkaupapöntunum eða millifærslupöntunum og hve mikið af vörum er í birgðum. Á grundvelli þessara upplýsinga og öllu skilgreindu endurpöntunarmagni fyrir vöruna, er tilnefnt gildi tekið með í reitnum Magn til pöntunar.

Til athugunar
Ráðlagt endurpöntunarmagn tekur ekki tillit til áætlunarfæribreyta. Til að fá betrumbætta endurröðunaráætlun sem byggir á efnisþarfaráætlun (MRP) þarf að keyra beiðni- eða áætlunarvinnublaðið.

Fyrir vörur sem hafa verið settar upp með pöntunarmagni er stungið upp á gildinu úr reitnum Pöntunarmagn á birgðaspjaldinu í reitnum Magn til pöntunar.

Fyrir vörur sem ekki hafa verið settar upp með pöntunarmagni er stungið upp á því magni sem þarf til að færa neikvæðar birgðir á núll í reitnum Magn til pöntunar.

Valkostir

Velja skal reitinn Nota birgðahaldseiningu til að nota aðeins vörur sem eru settar upp sem birgðahaldseiningar. Þetta bætir SKU-tengdum reitum eins og Kóði birgðageymslu, Afbrigðiskóði og Magn í millif. við skýrsluna.

Til athugunar
Ef reiturinn Nota birgðahaldseiningu er auður birtir skýrslan aðeins vörur sem ekki eru birgðahaldseiningar.

Í reitnum Númer afh.aðila er hægt að setja afmörkun fyrir lánadrottinn eða lánardrottna sem á að skoða vörur fyrir.

Í reitnum Millifært frá - Kóti skal stilla afmörkun fyrir birgðageymsluna eða birgðageymslanna sem hægt er að sjá magn millfærslu birgðahaldseiningar.

Til athugunar
Þessi möguleiki á einungis við ef reiturinn Nota birgðahaldseiningu er einnig valinn.

Ábending

Sjá einnig