Opnið gluggann Viðhald - Greining.

Sýnir sundurliðaðan viðhaldskostnað eigna. Skýrslan getur sýnt viðhaldskostnað eigna fyrir mismunandi tímabil, sundurliðaðan eftir viðhaldstegund eða öðrum flokkum s.s. eignaflokkum.

Valkostir

Reitur Lýsing

Afskriftabók

Velja skal afskriftabókarkóta afskriftabókarinnar sem á að vera í skýrslunni.

Dags. val

Veljið þá dagsetningavalkosti sem á að nota í skýrslunni. Hægt er að velja á milli bókunardagsetningar og eignabókunardagsetningar.

Upphafsdagsetning

Hér er færð inn upphafsdagsetningin í skýrslunni.

Lokadagsetning

Hér er færð inn lokadagsetningin í skýrslunni.

Upphæðarreitur 1 , Upphæðarreitur 2, Upphæðarreitur 3

Í skýrslunni eru þrír upphæðarreitir sem geta sýnt viðhaldsupphæðir sundurliðaðar eftir viðhaldstegundum. Smellt er á kóta þeirrar tegundar sem á að vera í skýrslunni.

Tímabil 1 , Tímabil 2, Tímabil 3

Velja skal einn af eftirfarandi valkostum: fyrir upphafsdagsetningu, hreyfing eða við lokadagsetningu. Hreyfing er tímabilið milli upphafs- og lokadagsetningar. Kosturinn sem valinn er ákvarðar hvernig kerfið reiknar viðhaldsupphæðirnar í skýrslunni.

Undirsamtölur

Valið ef flokka á eignirnar og prenta samtölur með tegundinni sem skilgreind er í þessum reit. Til dæmis er hægt að sýna viðhaldskostnað eigna fyrir hvern eignaflokk.

Prenta á eign

Valið ef skýrslan á að sýna upphæðir fyrir hverja eign.

Ábending