Opnið gluggann Söluskjal - Prófun.
Sýnir sölupantanir, reikninga eða kreditreikninga áður en þeir eru bókaðir. Microsoft Dynamics NAV ahugar hvort einhverjar bókunardagsetningar vanti, hvort eitthvað sé til að bóka, og svo framvegis.
Í skýrslunni birtir Microsoft Dynamics NAV reitnum Magn upplýsingar um fjölda vara, kostnaðarauka, fjárhagsreikninga eða eignir sem bíða reikningsfærslubókunar.
Valkostir
Bókun pöntunar/vöruskilapöntunar: Í þessum reitum er hægt að tilgreina hvort bóka eigi skjölin sem verið er að prófa sem afhent/móttekin, reikningsfærð eða sem afhent/móttekin og reikningsfærð. Veljið gátreitinn við þann valkost sem á að velja.
Sýna víddir: Veljið gátreitinn ef upplýsingar um víddir færslubókarlínanna eiga að vera með í skýrslunni.
Sýna Vörugjaldsúthlutun: Veljið gátreitinn eigi vörugjöldin sem úthlutað hefur verið á söluskjalið að koma fram í prufuskýrslunni
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með skýrslur eru í Skoða prófunarskýrslur fyrir bókun, Hvernig á að skoða og prenta skýrslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |