Opnið gluggann Samsetningartilboð.
Tilgreinir hvaða vörur og hversu margar vörur á að setja saman og hvaða íhlutavörur eða -forði fara í samsetningarvöruna fyrir tengda sölupöntun.
Samsetningartilboð virka eins og samsetningarpantanir sem eru tengdar við sölupantanir. Frekari upplýsingar eru í Samsetningarpöntun. Mismunurinn er sá að tengillinn fyrir samsetningu-til-pöntunar bendir á sölutilboð í stað sölupöntunar. Ef smellt er á Já í reitnum Samsetning til pöntunar í samsetningartilboðinu opnast tengda sölutilboðið.
Þegar sölutilboði fyrir samsetningarvöru er breytt í sölupöntun er tengda samsetningartilboðið og allar sérstillingar tengdar við þá nýju sölupöntun til að undirbúa samsetningu vörunnar eða varanna sem á að selja. Upplýsingar um vinnslu samsetningartilboða eru í Hvernig á að búa til tilboð með samsetningarpöntun.
Til athugunar |
---|
Eins og allar gerðir á tilboðum er magn samsetningartilboða ekki notað til ráðstöfunar, í áætlun eða frátekt. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |