Opnið gluggann Samningshagnaður/-tap (samningur).

Birtir alla hagnaðar- og tapsfærslur fyrir tiltekinn þjónustusamning.

Í glugganum Samningshagnaður/-tap (samningur) er hægt að setja afmarkanir til að ákvarða hvaða upplýsingar eru birtar um línurnar. Hægt er að setja afmarkanir á eftirfarandi reiti:

Sía Lýsing

Afm. samningsnúmers

Færa skal inn númer þjónustusamnings þar sem skoða á hagnað og tap.

Upphaf tímabils

Færa skal inn dagsetningu ef kerfið á aðeins að birta hagnað eða tap frá þeirri dagsetningu og áfram.

Tímabil er valið í reitnum Skoða eftir.

Í reitnum Skoða sem er valin sú tegund upphæðar sem á að birta.

Þegar fyllt hefur verið í reitina í glugganum Samningshagnaður/-tap (samningur) er smellt á Sýna fylki til að sjá fylkið.

Ekki er hægt að breyta efni reitanna í fylkinu.

Fylkið Hagnaður/Tap samnings (Þjónustusamningar) er með fjórum dálkum:

Súla Lýsing

Upphaf tímabils

Sýnir dagsetninguna þegar útreikningstímabilið á að hefjast.

Heiti tímabils

Sýnir heiti tímabilsins. Dæmi, Mánudagur, Janúar, 1999.

Heildarhreyfing

Sýnir heildarbreytingu á árlegri upphæð þjónustusamningsins.

Samningsnr.

Sýnir samningsnúmerið og gildið í heildarhreyfingardálknum.

Ábending

Sjá einnig