Hagnaðar- eða tapfærslur samnings eru myndar í hvert sinn sem samningstilboði er breytt í þjónustusamning, þegar samningslínum er bætt við eða þeim eytt úr þjónustusamningum og þegar samningar eru ógiltir.

Til að skoða hagnað eða tap samnings skal opna einn af eftirfarandi gluggum.

Gluggi Lýsing

Samningshagnaður/-tap (samningur)

Ef skoða á hagnaðar-/tapfærslur eftir þjónustusamningi.

Hagn./tap samnings (flokkar)

Ef skoða á hagnaðar-/tapfærslur eftir þjónustusamningsflokki.

Hagn./tap samn. (viðsk.menn)

Ef skoða á hagnaðar-/tapfærslur eftir viðskiptamanni.

Hagn./tap samnings (ástæður)

Ef skoða á hagnaðar-/tapfærslur eftir ástæðukóta.

Hagn./tap samn. (ábyrgðarstöð)

Ef skoða á hagnaðar-/tapfærslur eftir ábyrgðarstöð.

Til að skoða hagnað/tap samnings

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Hagnaður/tap samnings og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Fylla inn í afmörkunarskilyrði sem á að nota. Til dæmis í glugganum Hagn./tap samnings (ástæður) skal velja gildi fyrir Afmörkun ástæðukóta.

  3. Á flýtiflipanum Valkostir fylkis veljið valkosti skoðunar.

  4. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Sýna fylki.

  5. Velja hnappinn Í lagi til að loka glugganum.

Ábending

Sjá einnig