Opnið gluggann Eignaúthlutanir.
Úthlutar upphæð í eignafjárhagsbók eða almennri ítrekunarbók á ýmsa reikninga, deildir og verkefni. Það er að segja, einum eða fleiri jöfnunarreikningum er úthlutað upphæðinni. Hægt er að úthluta ýmsum tegundum upphæða, eins og stofnkostnaði, afskrift og viðhaldi.
Eftir að úthlutanirnar hafa verið settar upp setur kerfið sjálfkrafa upp þá reikninga sem voru tilgreindir þegar aðgerðin Endurflokka úr eignaendurflokkunarbókinni er notuð eða þegar aðgerðin Setja inn mótreikn. eigna er notuð.
Í glugganum Eignaúthlutanir verður að setja upp úthlutunarlínu fyrir hvern hluta þeirrar upphæðar sem er úthlutað. Hægt er að færa inn ýmsa reikninga í hverja eignaúthlutunarlínu (ef eignabókunarflokknum er einnig skipt milli ýmissa reikninga). Einnig er hægt að færa inn sama reikninginn með mismunandi deildar- og/eða verkefniskótum í hverja línu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |