Opnið gluggann Afrita áætlunarlínur verks.

Afritar áætlunarlínur eins verkhluta yfir á annan. Hægt er að afrita úr verkhluta innan þess verks sem unnið er með hverju sinni, eða úr verkhluta annars verks.

Til athugunar
Áætlunardagsetningar í áætlunarlínum í afritinu verða þær sömu og áætlunardagsetningarnar í áætlunarlínunum sem afritað var úr. Að afritun á áætlunarlínum verks lokinni má breyta dagsetningunum með keyrslunni Breyta verkdagsetningum.

Afrita úr Flýtiflipa

Á flýtiflipanum Afrita úr er tilgreint úr hvaða verki og verkhluta skuli afrita áætlunarlínur:

Flýtiflipinn hefur eftirfarandi lykilreiti.

Valkostir Lýsing

Verk nr.

Fært skal inn verknúmer verksins sem afrita á úr. Til að sjá lista yfir tiltæk verk skal velja reitinn

Verkhlutanr. verks

Fært skal inn númer verkhlutans sem afrita á úr. Fylla verður út reitinn Verk nr. áður en hægt er að útfylla þennan reit. Smellt er reitinn til að skoða lista yfir tiltæka verkhluta þess verks sem tilgreint var í verknúmersreitnum.

Áætlunarlínutegund tekin með

Tilgreina skal tegund áætlunarlína sem afrita skal úr. Valkostirnir eru:

  • Áætlun+Samningur: Allar áætlunarlínur eru afritaðar.
  • Áætlun: Einungis eru afritaðar línur af gerðinni Áætlun eða af gerðinni Bæði áætlun og samningur.
  • Samningur: Einungis eru afritaðar línur af gerðinni Samningur eða af gerðinni Bæði áætlun og Samningur.
Til athugunar
Aðeins þarf að útfylla þennan reit ef valið var Verkáætlunarlínur í reitnum Uppruni.

Upphafsdagsetning

Til að afrita áætlunarlínur fyrir tiltekið tímabil er upphafsdagsetning tímabilsins færð inn í þennan reit. Aðeins eru teknar með áætlunarlínur með áætlunardagsetningar frá og með upphafsdegi.

Lokadagsetning

Til að afrita áætlunarlínur fyrir tiltekið tímabil er lokadagsetning tímabilsins færð inn í þennan reit. Aðeins eru teknar með áætlunarlínur með áætlunardagsetningar fyrir eða á lokadag.

Afrita í Flýtiflipa

Á flýtiflipanum Afrita í er tilgreint í hvaða verki og verkhluta skuli afrita áætlunarlínur:

Flýtiflipinn hefur eftirfarandi lykilreiti.

Valkostir Lýsing

Verk nr.

Færa skal inn númer þess verks sem afrita á áætlunarlínur yfir í. Til að sjá lista yfir tiltæk verk skal velja reitinn

Verkhlutanr. verks

Færa skal inn númer verkhlutans sem afrita á áætlunarlínur yfir í. Fylla verður út reitinn Verk nr. áður en hægt er að útfylla þennan reit. Smellt er reitinn til að skoða lista yfir tiltæka verkhluta þess verks sem tilgreint var í verknúmersreitnum.

Nota flýtiflipa

Á flýtiflipanum Nota er tilgreint hvernig verkið skuli afritað:

Flýtiflipinn hefur eftirfarandi lykilreiti.

Valkostir Lýsing

Afrita magn

Valið til að afrita magn yfir í nýja verkið.

Ábending

Sjá einnig