Opnið gluggann Stjórnklefi VÍV-verks.

Sýnir yfirlit yfir verk í vinnslu (VÍV). Stjórnklefi VÍV-verks er aðalstaðsetningin til að rekja vÍv fyrir öll verk. Hver lína hefur að geyma upplýsingar um verk, þar á meðal reiknað og bókað VÍV.

Í glugganum eru tveir hlutar, og hann styður skjótan aðgang að þeim dæmigerðum verkum og verkferlum sem þarf til að tryggja að VÍV-samræmi haldist. Í efri hluta gluggans, fyrir öll skráð verk, er hægt að velja það og framkvæma eftirfarandi aðgerðir.

Aðgerð Lýsing

Reikna VÍV

Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Reikna VÍV. Niðurstöðurnar eru birtar í hlutanum VÍV-samtölur í glugganum.

Bóka VÍV í fjárhag

Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Bóka VÍV í fjárhag. Samtölur VÍV-verka eru bókaðar í fjárhag.

Sýna Viðvaranir

Á flipanum Heim veljið Sýna viðvaranir til að skoða listann VÍV-viðvaranir. Þaðan er hægt að sjá viðvörunarboð og gera nauðsynlegar leiðréttingar ef reiturinn VÍV-viðvaranir er stilltur á .

Færslur

Á flipanum Greina má sjá VÍV-færslur og VÍV-fjárhagsfærslur, ef einhverjar eru, sem og fjárhag tengdan verkinu.

Í neðri hluta gluggans má sjá upplýsingar um VÍV-útreikninga fyrir einstaka verk og nota upplýsingarnar sem veittar eru til að greina niðurstöður.

Ábending

Sjá einnig