Opnið gluggann Afrita fylgiskj. framl.pönt..
Afritar upplýsingar úr fyrirliggjandi skýrslu framleiðslupöntunar í nýja. Þetta er hægt án tillits til tegundar stöðu framleiðslupöntunarinnar. Til dæmis er hægt að afrita úr útgefinni framleiðslupöntun í nýja áætlaða framleiðslupöntun. Hafa ber í huga að áður en afritun hefst verður að stofna nýja skjalið.
Valkostir
Staða: Valin er staða framleiðslupöntunarinnar sem á að afrita úr. Smellt er á reitinn til þess að skoða þær stöður framleiðslupantana sem til eru.
Númer fylgiskjals: Valið er númer framleiðslupöntunarinnar sem á að afrita úr. Smellt er á reitinn til að skoða lista yfir framleiðslupantanir með þá tegund stöðu sem færð var í reitinn Staða.
Taka haus með: Sett er gátmerki í reitinn ef afrita á upplýsingarnar í hausnum yfir í skýrslu nýju framleiðslupöntunarinnar.
Mikilvægt |
---|
Upplýsingar um íhluti og leiðir eru ekki afritaðar í keyrslunni. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |