Opnið gluggann Eyða útrunnum íhlutum.
Viðheldur uppskriftarlínunum. Hægt er að fjarlægja uppskriftarlínur með útrunninni dagsetningu úr uppskriftinni. Uppskriftarhausinn breytist ekki.
Mikilvægt |
---|
Þessi keyrsla eyðir einnig útrunnum línum í útgáfum uppskrifta. |
Valkostir
Eyða fyrir: Rituð er dagsetning til að skilgreina tímabil uppskriftarlínanna sem á að eyða. Öllum línum innan þeirra marka sem skilgreind eru á flýtiflipanum Haus framleiðsluuppskriftar sem renna út fyrir þann dag verður eytt.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |