Opnið gluggann Dags.þj. birgðaáætlunarfærslur.

Keyrslan Shortcut iconDags.þj. birgðaáætlunarfærslur er notuð til að þjappa áætlunarfærslum, það er að segja sameina þær, þannig að minna fari fyrir þeim í gagnagrunni. Aðeins er hægt að þjappa færslum sem tilheyra lokuðum reikningsárum.

Þjöppunin sameinar margar gamlar færslur í eina nýja. Til dæmis er hægt að þjappa áætlunarfærslum frá fyrra reikningsári svo að aðeins verði ein söluupphæðarfærsla, ein kostnaðarupphæðarfærsla og ein magnfærsla á hvern mánuð. Upphæðin í nýju færslunni er samtala allra þjöppuðu færslnanna. Dagsetningin sem færslan hlýtur er upphafsdagsetning tímabilsins sem er þjappað, til dæmis fyrsti dagur mánaðarins (ef færslunum er þjappað eftir mánuðum). Eftir þjöppunina er enn hægt að sjá hreyfingar fyrir hvern reikning reikningsársins á undan.

Eftir þjöppunina er efni eftirfarandi reita alltaf varðveitt: Bókunardagsetning, Heiti áætlunar, Vörunúmer, Tegund uppruna, Upprunanr., Upphæð sölu, Kostnaðarupphæð og Magn. Með aðgerðinni Varðveita víddir er líka hægt að varðveita efni þessara viðbótarreita: Kóti altækrar víddar 1, Kóti altækrar víddar 2 og Kóti altækrar víddar 3.

Fjöldi færslna sem keyrsla dagsetningarþjöppunar skilar veltur á fjölda afmarkana, reitum sem eru sameinaðir og þeirri lengd tímabils sem valin er. Það verður alltaf til minnst ein færsla. Þegar keyrslu er lokið má sjá útkomuna í glugganum Shortcut iconDags.þjöppun dagbóka.

Viðvörun
Dagsetningaþjöppun eyðir færslum svo að tryggara er að taka alltaf afrit af gagnasafni áður en keyrslan er sett í gang.

Valkostir

Greiningarsvæði: Velja skal greiningarsvæðið sem á að vera með í dagsetningarþjöppuninni: Sölu eða innkaup. Þjöppunin hefur áhrif á allar birgðafærslur innan greiningarsvæðisins sem er valið.

Upphafsdagsetning: Hér er færð inn upphafsdagsetning þjöppunarinnar. Þjöppunin mun hafa áhrif á allar birgðaáætlunarfærslur frá þessari dagsetningu til lokadagsetningar.

Lokadagsetning: Hér er skráð lokadagsetning þjöppunarinnar. Þjöppunin mun hafa áhrif á allar birgðaáætlunarfærslur frá upphafsdagsetningu til þessarar dagsetningar.

Lengd tímabils: Lengd þess tímabils sem sameina á færslur í er valið. Smellt er á reitinn til að birta valkosti.

Færslutexti: Hér má færa inn texta sem fylgir færslunum sem verða til í keyrslunni. Sjálfgefni textinn er "Dagsetningarþjöppun."

Varðveita víddir: Smellt er á reitinn og valdir þeir reitir sem á að varðveita efni í þótt færslunum sé þjappað. Því fleiri reitir sem eru valdir, þeim mun ítarlegri verða þjöppuðu færslurnar. Ef enginn þessara reita er valinn býr keyrslan til eina færslu fyrir hvern dag, viku eða annað tímabil, í samræmi við það sem valið er í reitnum Lengd tímabils

Ábending