Opnið gluggann Flytja neikvæðar innkaupalínur.

Eyðir neikvæðri innkaupalínu úr skjalinu sem unnið er í og færa það í aðra tegund innkaupaskjals þegar færð eru inn innkaupaskil. Niðurstaðan er sú sama hvað varðar vöru til ráðstöfunar og birgðavirði en færslan er tjáð sem jákvæð lína þess í stað.

Með því að smella á Aðgerðir og vísa svo á Aðgerðir má finna þessa keyrslu í gluggunum Innkaupapöntun, Innkaupareikningur, Innkaupaskilapöntun og Innkaupakreditreikningur í aðgerðahnappnum.

Valkostir

Til tegundar fylgiskjals: Í þessum reit má velja þá tegund skjals sem færa á neikvæðu innkaupalínurnar til. Hér á eftir sjást mismunandi valkostir og afleiðingar:

  • Úr gluggunum Innkaupapöntun og Innkaupareikningur er hægt að velja annaðhvort skilapöntun eða kreditreikning. Ef valin er skilapöntun má aðgreina magn og virði hreyfingarinnar þegar bókað er. Ef valinn er kreditreikningur uppfærist bæði magn og virði við bókun.
  • Úr gluggunum Innkaupaskilapöntun og Innkaupakreditreikningur er hægt að velja annaðhvort pöntun eða reikning. Ef valin er pöntun má aðgreina magn og virði hreyfingarinnar þegar bókað er. Ef valinn er reikningur uppfærist bæði magn og virði við bókun.
Ábending