Opnið gluggann Breyta viðsk.manni í samningi.

Breytir viðskiptamanni í þjónustusamningi. Ef þjónustuvara sem fellur undir þjónustusamning er skráð í öðrum samningum sem viðskiptamaðurinn á er eiganda allra samninga sem tengjast þjónustuvöru og allra samningstengdra þjónustuvara sjálfkrafa breytt.

Keyrslan er keyrð með því að opna gluggann Shortcut iconÞjónustusamningur fyrir tiltekinn samning. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar skal velja Breyta viðskiptamanni.

Til athugunar
Aðeins eru teknir með samningar sem ekki hefur verið hætt við. Ekki er hirt um stöðu samningstilboða.

Mikilvægt
Hafa skal í huga að þjónustuvörur og samningar geta verið gagnvirkir á margvíslegan hátt.

Sem dæmi er þjónustuvara nr. 8 innfalin í samningunum SC00003 og SC00015. Samningur SC00015 inniheldur einnig þjónustuvöru nr. 15 sem er einnig innifalin í samningi SC00080. Ef viðskiptamanni er breytt í einum þessara samninga er viðskiptamanninum sjálfkrafa breytt í öllum þremur samningunum sem og þjónustuvörunum.

Valkostir

Reitur Lýsing

Samningsnr.

Veldu reitinn ef viðskiptamaðurinn á marga samninga eða tilboð til að sjá lista yfir tengda samninga eða tilboð.

Nr. þjónustuvöru

Veldu reitinn til að sjá lista yfir tengdar þjónustuvörur ef um margar þjónustuvörur er að ræða.

Núverandi viðskm.nr.

Velja reitinn til að sjá fyrirliggjandi númer viðskiptamanns í samningnum.

Núverandi sendist-til kóti

Velja reitinn til að sjá fyrirliggjandi sendist-til kóta í samningnum.

Númer nýs viðskiptamanns

Færið inn númer nýja viðskiptamannsins sem koma á fram í keyrslunni. Velja reitinn til að sjá fyrirliggjandi númer viðskiptamanns.

Nýr sendist-til-kóti

Færa inn nýjan sendist-til kóta sem á að vera í runuvinnslunni. Velja reitinn til að sjá fyrirliggjandi sendist-til kóta.

Ábending

Sjá einnig