Opnið gluggann Breyta viðsk.manni í samningi.
Breytir viðskiptamanni í þjónustusamningi. Ef þjónustuvara sem fellur undir þjónustusamning er skráð í öðrum samningum sem viðskiptamaðurinn á er eiganda allra samninga sem tengjast þjónustuvöru og allra samningstengdra þjónustuvara sjálfkrafa breytt.
Keyrslan er keyrð með því að opna gluggann Þjónustusamningur fyrir tiltekinn samning. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar skal velja Breyta viðskiptamanni.
Til athugunar |
---|
Aðeins eru teknir með samningar sem ekki hefur verið hætt við. Ekki er hirt um stöðu samningstilboða. |
Mikilvægt |
---|
Hafa skal í huga að þjónustuvörur og samningar geta verið gagnvirkir á margvíslegan hátt. Sem dæmi er þjónustuvara nr. 8 innfalin í samningunum SC00003 og SC00015. Samningur SC00015 inniheldur einnig þjónustuvöru nr. 15 sem er einnig innifalin í samningi SC00080. Ef viðskiptamanni er breytt í einum þessara samninga er viðskiptamanninum sjálfkrafa breytt í öllum þremur samningunum sem og þjónustuvörunum. |
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Samningsnr. | Veldu reitinn ef viðskiptamaðurinn á marga samninga eða tilboð til að sjá lista yfir tengda samninga eða tilboð. |
Nr. þjónustuvöru | Veldu reitinn til að sjá lista yfir tengdar þjónustuvörur ef um margar þjónustuvörur er að ræða. |
Núverandi viðskm.nr. | Velja reitinn til að sjá fyrirliggjandi númer viðskiptamanns í samningnum. |
Núverandi sendist-til kóti | Velja reitinn til að sjá fyrirliggjandi sendist-til kóta í samningnum. |
Númer nýs viðskiptamanns | Færið inn númer nýja viðskiptamannsins sem koma á fram í keyrslunni. Velja reitinn til að sjá fyrirliggjandi númer viðskiptamanns. |
Nýr sendist-til-kóti | Færa inn nýjan sendist-til kóta sem á að vera í runuvinnslunni. Velja reitinn til að sjá fyrirliggjandi sendist-til kóta. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |