Opnið gluggann Afrita þjónustuskjal.
Býr til eða uppfærir þjónustuskjal er notuð til að stofna eða uppfæra þjónustusamning eða samningstilboð þegar þjónustuvörur eru þegar til staðar í þjónustuskjali sem er í eigu sama viðskiptamanns.
Fyrst verður að stofna nýjan þjónustusamning eða samningstilboð og bæta samningslínum í það. Síðan er hægt að nota þessa keyrslu til að fylla út nýju þjónustuskjölin með samningslínunum úr fyrra skjali.
Keyrslan er ræst með því að opna gluggann Þjónustusamningur eða Þjónustusamningstilboð.
Stofnaður er nýr eða opnaður tilbúinn þjónustusamningur eða samningstilboð í eigu sama viðskiptamanns og það sem afrita á úr. Síðan, á flipanum Aðgerðir í flokknum Aðgerðir, skal velja Afrita skjal. Keyrslubeiðnaglugginn Afrita þjónustuskjal opnast. Í þessum glugga verður að tilgreina hvaða þjónustuskjali á að afrita upplýsingar úr.
Til athugunar |
---|
Hægt er að nota þessa keyrslu til að afrita skjöl í eigu sama viðskiptamanns með sama gjaldmiðilskóta og sama sendist-til-kóta. Einnig er hægt að afrita þjónustuvörur úr þjónustusamningi með öðrum sendist-til-kóta með því að færa viðkomandi fylgiskjalsnúmer inn handvirkt í reitinn Númer fylgiskjals. Ekki er hægt að uppfæra fyrirliggjandi þjónustusamning eða -tilboð með þjónustuvörum í. |
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Tegund fylgiskjals | Veljið tegund fylgiskjalsins sem á að afrita úr með því að velja reitinn. |
Númer fylgiskjals | Veljið númer fylgiskjalsins sem á að afrita úr með því að velja reitinn. Fylgiskjalsnúmerin eru afmörkuð samkvæmt því sem stendur í reitnum Tegund fylgiskjals að ofan. |
Númer viðskiptamanns | Sýnir viðskiptamannsnúmer úr fylgiskjali sem valið hefur verið til að afrita upplýsingar úr. |
Heiti viðsk.manns | Sýnir nafn viðskiptamanns úr fylgiskjali sem valið hefur verið til að afrita upplýsingar úr. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |