Opnið gluggann Stofna birgðahaldseiningu.
Stofnar birgðahaldseiningar fyrir völdu vörurnar. Keyrslan er ræst í valmyndinni Aðgerðir á birgðaspjaldinu. Í keyrslunni eru upplýsingar á birgðaspjaldinu notaðar til að búa til birgðaeiningar fyrir öll afbrigði og birgðageymslur.
Valkostir
Stofna fyrir: Í þessum reit er valinn kostur eftir því hvort stofna eigi birgðaeiningar fyrir birgðageymslur eða afbrigði fyrir birgðargeymslur ásamt afbrigði.
Viðvörun |
---|
Stilling á birgðageymsla & afbrigði þýðir ekki að keyrsla stofni tvö mismunandi söfn af birgðahaldseiningum. Það stofnar aðeins safn birgðahaldseininga þar sem bæði birgðageymsla og afbrigði eru tekin með. Ef stofna á birgðahaldseiningar fyrir hverja birgðageymslu, fyrir hvert afbrigði og fyrir hverja samsetningu birgðageymslu og afbrigðs þarf að keyra keyrsluna þrisvar sinnum; einu sinni fyrir hverja stillingu. |
Aðeins vörur í birgðum: Þessi reitur er valinn ef keyrslan á eingöngu að stofna birgðaeiningar fyrir vörur sem eru í birgðum (það er að segja fyrir vörur þar sem gildið í reitnum Birgðir er hærra en 0).
Eyða eldri BE: Hægt er að velja þennan reit ef keyrslan á að eyða öllum eldri birgðaeiningum fyrir vörurnar sem taka á með í keyrslunni.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |