Opnið gluggann Uppfæra flokkun tengiliða.
Uppfærir sjálfvirka flokkun tengiliða. Þessi keyrsla er notuð til að uppfæra öll svör við forstillingarspurningunum sem er sjálfkrafa svarað í forritinu út frá upplýsingum um viðskiptamann, lánardrottin eða tengilið. Keyrslan er ræst með því að opna gluggann Spurningalisti forstillingar - grunnur. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar skal velja Uppfæra flokkun.
Þegar upplýsingar um tengiliði, lánardrottna eða viðskiptamenn eru uppfærðar uppfærir forritið sjálfkrafa spurningar sem notaðar eru í mati á tengiliðum. Aðrar tegundir spurninga sem svarað er sjálfvirkt í spurningalistum lýsinga eru ekki uppfærðar sjálfkrafa. Gera þarf þetta handvirkt með keyrslunni Uppfæra flokkun tengiliða.
Reitur | Lýsing |
---|---|
Dagsetning | Rita skal dagsetninguna þegar flokkun tengiliða er uppfærð. Smellt er á Í lagi til að hefja keyrsluna. Ef ekki á að hefja keyrsluna núna skal velja Hætta við til að loka glugganum. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |