Opnið gluggann Dags.þj. lánardr.höfuðbók.
Sameina færslur í lánadrottnabók svo að þær taki minna pláss í gagnagrunninum. Einungis er hægt að þjappa færslum reikningsára sem búið er að loka, og aðeins lánardrottnafærslum þar sem "Nr." er í reitnum Opin.
Þjöppunin sameinar margar gamlar færslur í eina nýja. Þannig má til að mynda þjappa lánardrottnafærslum umliðinna reikningsára þannig að á hverjum reikningi sé einungis um að ræða eina kreditfærslu og eina debetfærslu fyrir hvern mánuð. Upphæðin í nýju færslunni er samtala allra þjöppuðu færslnanna. Dagsetningin sem færslan hlýtur er upphafsdagsetning tímabilsins sem er þjappað, til dæmis fyrsti dagur mánaðarins (ef færslunum er þjappað eftir mánuðum). Eftir þjöppunina er enn hægt að sjá hreyfingar fyrir hvern reikning reikningsársins á undan.
Eftir þjöppunina er efni eftirfarandi reita alltaf varðveitt: Bókunardagsetning, Númer lánardrottins, Tegund fylgiskjals, Gjaldmiðilskóti, Bókunarflokkur, Upphæð, Eftirstöðvar, Upphafleg upph. (SGM), Eftirstöðvar (SGM), Upphæð (SGM), Sala (SGM), Innkaup (SGM), Reikningsafsl. (SGM), Veittur greiðsluafsláttur (SGM) og Mögul. að jafna greiðsluafsl.. Með aðgerðinni Varðveita innihald reita er líka hægt að varðveita efni þessara viðbótarreita: Númer fylgiskjals, Númer afh.aðila, Kóti innkaupaaðila, Alvíddarkóti 1 og Alvíddarkóti 2.
Eftir þjöppunina eru nákvæmar lánardrottnafærslur sameinaðar í eina nýja færslu fyrir hverja færslutegund.
Fjöldi færslna sem keyrsla dagsetningaþjöppunar skilar veltur á fjölda afmarkana, reitum sem eru sameinaðir og þeirri lengd tímabils sem valin er. Það verður alltaf minnst ein færsla. Þegar keyrslu er lokið má sjá útkomuna í glugganum Dags.þjöppun dagbóka.
Viðvörun |
---|
Dagsetningaþjöppun eyðir færslum svo að tryggara er að taka alltaf afrit af gagnasafni áður en keyrslan er sett í gang. |
Valkostir
Upphafsdagsetning: Hér er færð inn upphafsdagsetning þjöppunarinnar. Þjöppunin mun hafa áhrif á allar lánardrottnafærslur frá þessari dagsetningu til lokadagsetningar.
Lokadagsetning: Hér er skráð lokadagsetning þjöppunarinnar. Þjöppunin hefur áhrif á allar lánardrottnafærslur frá upphafsdagsetningu til þessarar dagsetningar.
Lengd tímabils: Lengd þess tímabils sem sameina á færslur í er valið. Smellt er á reitinn til að birta valkosti. Ef valin var tímabilslengdin Fjórðungur, Mánuður eða Vika eru eingöngu færslur með sama reikningstímabil þjappaðar.
Færslutexti: Hér má færa inn texta sem fylgir færslunum sem verða til í keyrslunni. Sjálfgefni textinn er "Dagsetningarþjöppun."
Varðveita reitainnihald: Gátmerki eru sett í reitina ef á að varðveita efni tiltekinna reita jafnvel þótt færslunum sé þjappað. Því fleiri reitir sem eru valdir, þeim mun ítarlegri verða þjöppuðu færslurnar. Ef enginn þessara reita er valinn býr keyrslan til eina færslu fyrir hvern dag, viku eða annað tímabil, í samræmi við það tímabil sem valið er í reitnum Lengd tímabils
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |