Í fylkinu Hagn./tap samn. (ábyrgðarstöð) er flettanlegt yfirlit yfir færslur vegna hagnaðar/taps samninga eftir ábyrgðarstöðvum.

Fyllt er út í gluggann Hagn./tap samn. (ábyrgðarstöð) til að ákvarða hvað er birt í fylkinu.

Hægt er að tilgreina hvaða ábyrgðarstöðvar eru innifaldar í glugganum með því að setja afmörkun í reitinn Afmörkun ábyrgðarstöðvar. Ef engar afmarkanir eru settar sjást upplýsingar um allar ábyrgðarstöðvar í glugganum.

Í reitnum Upphaf tímabils er hægt að tilgreina upphafsdagsetningu tímabilsins sem skoða á.

Reiturinn Skoða eftir er notaður til að velja tímabilið.

Reiturinn Skoða sem er notaður til að ákvarða hvaða gerð upphæðar er birt í tímabilsdálkunum: Hreyfing, sem birtir hreyfingu fyrir hvert tímabil, Staða til dags., sem birtir gildið frá síðasta degi hvers tímabils.

Sýna fylki er valið til að skoða fylkið. Fyrstu þrír dálkarnir innihalda tímabilin og heildarupphæð hagnaðar/taps fyrir hvert tímabil, og hinir dálkarnir innihalda heildarupphæð hagnaðar-taps fyrir hverja ábyrgðarstöð fyrir sömu tímabil.

Þegar skrunað er upp og niður eru upphæðirnar (í SGM) reiknaðar eftir því tímabili sem er valið.

Mikilvægt
Ef tímabilið hefur verið sett á Dagur og skruna á yfir langt tímabil þá er hægt að gera það hraðar með því að skipta yfir í stærra millibil, svo sem Fjórðungur. Þegar tilhlýðilegt tímabil er fundið er hægt að skipta aftur í upprunaleg tímabil til að skoða gögnin nánar.

Sjá einnig