Viðskiptamannagögn verður að sannprófa áður en færslurnar eru settar í gagnagrunninn Microsoft Dynamics NAV.
Til athugunar |
---|
Ógild gögn eru yfirleitt ekki búin til í gagnagrunninum. Hins vegar gæti lokast á forritið einstaka sinnum ef innflutt flutningstafla inniheldur villur. |
Til að staðfesta gögn viðskiptamanna
Í glugganum Kort grunnstillingarpakka farið yfir reitinn Fj. sendingarskýrslna til að sjá hvort einhverjar villur komu upp í innflutningi.
Ef villur eru til staðar skal velja innflutningstöfluna og velja Tafla af flýtiflipanum Töflur velja síðan Villur. Nr. gátreitur er valinn fyrir hverja færslu sem villa er í.
Til að fara yfir villur skal velja línur, fara á flipann Heim og velja Sýna villu.
Heiti reits svæðið hefur að geyma ástæðuna fyrir villunni. Ógilt svæðið hefur að geyma yfirskrift svæðisins þar sem villuna er að finna.
Til að leiðrétta villu eða uppfæra á annan hátt skal loka glugganum Villur í grunnstillingu pakka. Á flipanum Færsluleit skal velja Pakkafærslur grunnstillingar. Glugginn Pakkafærslur grunnstillingar opnast. Velja skal færsluna með gildinu og færa leiðréttinguna inn.
Eftir að leiðrétting er gerð, er færslan fjarlægð af lista yfir færslur í glugganum Villur í grunnstillingu pakka.
Nú er hægt að nota gögn viðskiptavinar í gagnagrunninum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |