Hægt er að uppfæra verð vegna þjónustusamninga með því að tilgreina prósentu verðuppfærslu.

Til að uppfæra verð þjónustusamninga

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Uppfæra þjónustusamningsverð og velja síðan viðkomandi tengil. Glugginn Uppfæra samningsverð opnast.

  2. Á flýtiflipanum Haus þjónustusamnings eru færðar inn afmarkanirnar sem á að nota.

  3. Á flýtiflipanum Valkostir, í reitnum Uppfæra til dags., er færð inn dagsetning. Keyrslan uppfærir verð vegna samninga sem á að uppfæra verðið á eða fyrir þennan dag.

  4. Í reitinn Verðuppfærslu% er færð inn prósentan sem á að uppfæra verðið með.

  5. Í reitnum Aðgerð er valið að Uppfæra samningsverð.

  6. Velja hnappinn Í lagi til að uppfæra verðin.

Ábending

Sjá einnig