Hægt er að uppfæra verð vegna þjónustusamninga með því að tilgreina prósentu verðuppfærslu.
Til að uppfæra verð þjónustusamninga
Í reitnum Leit skal færa inn Uppfæra þjónustusamningsverð og velja síðan viðkomandi tengil. Glugginn Uppfæra samningsverð opnast.
Á flýtiflipanum Haus þjónustusamnings eru færðar inn afmarkanirnar sem á að nota.
Á flýtiflipanum Valkostir, í reitnum Uppfæra til dags., er færð inn dagsetning. Keyrslan uppfærir verð vegna samninga sem á að uppfæra verðið á eða fyrir þennan dag.
Í reitinn Verðuppfærslu% er færð inn prósentan sem á að uppfæra verðið með.
Í reitnum Aðgerð er valið að Uppfæra samningsverð.
Velja hnappinn Í lagi til að uppfæra verðin.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |