Spurningarnar sem kerfið færir inn sjálfkrafa byggja á viðmiðunum sem skilgreind eru í töflunni Spurningalistalína forstillingar. Þessar færslur eru ekki uppfærðar sjálfkrafa og til þess að forstillingar séu réttar þarf að uppfæra spurningalistana reglubundið. Eftirfarandi ferli sýnir hvernig farið er að þessu:
Spurningalistar forstillingar uppfærðir
Í reitnum Leita skal færa inn Uppfæra flokkun tengiliða og velja síðan viðkomandi tengi.
Á Haus á spurningalista forstillingar flýtiflipanum, í reitnum Kóti, skal velja spurningalistann sem á að uppfæra..
Til að keyra uppfærsluna skal velja hnappinn Í lagi.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |