Nota má gluggann Verðflokkar þjónustu til að setja upp hópa með þjónustuvöru sem á að njóta sömu sérþjónustuverðlagningar. Þjónustuverðflokkar eru úthlutaðir þjónustuvöru í þjónustuvörulínum. Einnig er hægt að úthluta þjónustuverðflokkum til þjónustuvöruflokka.
Uppsetning þjónustuverðflokka
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustuverðflokkar og velja síðan viðkomandi tengil.
Nýr þjónustuverðflokkur er stofnaður. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Fyllt er í reitina Kóti og Lýsing.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Uppsetning. Glugginn Þjón.verðflokksgrunnur opnast.
Fylla þarf út reitinn Bilanasvæðiskóti ef setja á upp þjónustuverðflokk sem inniheldur þjónustulínur með tilteknum bilanasvæðiskóta.
Fylla þarf út reitinn Kóti verðflokks viðskm. ef setja á upp þjónustuverðflokk sem inniheldur þjónustulínur sem tilheyra tilteknum viðskiptamanni.
Fylla þarf út reitinn Gjaldmiðilskóti ef setja á upp þjónustuverðflokk sem inniheldur þjónustulínur með tilteknum gjaldmiðli.
Fylla þarf út reitinn Upphafsdagsetning ef setja á upp þjónustuverðflokk sem inniheldur þjónustulínur með tiltekna upphafsdagsetningu.
Fylla þarf út reitinn Leiðr.fl.kóti þjón.verðs ef setja á upp þjónustuverðflokk sem inniheldur þjónustulínur sem tilheyra tilteknum þjónustuverðleiðréttingaflokki.
Reitirnir Afsláttur innifalinn og VSK innifalinn ef setja á upp þjónustuverðflokk með þjónustulínum þar sem afsláttur eða VSK er innifalinn.
Fylla þarf út reitinn Upphæð ef setja á upp þjónustuverðflokk sem leiðréttir þjónustuverð í tiltekna upphæð.
Í tengslum við reitinn Upphæð er hægt að velja hvort þessi leiðrétting feli í sér fasta upphæð eða eigi aðeins við þegar heildarþjónustuverð er hærra eða lægra en upphæðin í reitnum Upphæð.
Skrefin eru endurtekin fyrir hvern þjónustuverðflokk sem á að skrá.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |