Hægt er að nota gluggann Sundurliðun þjónustuverðleiðréttingar til að setja upp sundurliðun fyrir þjónustuverðleiðréttingarflokk. Til dæmis er hægt að tilgreina hvaða vara tilheyri þjónustuverðleiðréttingarflokki og hvort um sé að ræða vöru, forða, forðaflokks eða þjónustugjald.

Uppsetning sundurliðunar þjónustuverðleiðréttingarflokka

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Leiðréttingarflokkar þjónustuverðs og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Þjónustuverðsleiðréttingarflokkur er opnaður.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Upplýsingar.

  4. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt veljið Nýtt til að færa inn nýja vöru í flokkinn þjónustuverðleiðréttingar.

  5. Í reitnum Tegund er færð inn tegund færslunnar sem á að leiðrétta.

  6. Ef þjónustuverðleiðréttingarflokkurinn á að leiðrétta aðeins eina tiltekna færslu er númer þessarar færslu fært inn í reitinn Nr. . Ef reiturinn er hafður auður leiðréttir leiðréttingarflokkurinn ALLAR færslur af tegundinni sem skilgreind er í reitnum Tegund.

  7. Ef þjónustuverðleiðréttingarflokkurinn á að leiðrétta þjónustuverð sem tengjast aðeins einni tiltekinni gerð þjónustu þarf að fylla út reitinn Tegund vinnu. Ef reiturinn er hafður auður verður hann hundsaður.

  8. Í reitinn Lýsing má færa inn stutta lýsingu á þjónustuverðleiðréttingunni.

  9. Ef þjónustuverðleiðréttingarflokkurinn á að leiðrétta þjónustuverð sem tengjast aðeins einum tilteknum vörubókunarflokki þarf að fylla út reitinn Alm. vörubókunarflokkur. Ef reiturinn er hafður auður verður hann hundsaður.

Skrefin eru endurtekin fyrir hvern þjónustuverðleiðréttingarflokk sem á að skrá.

Ábending

Sjá einnig