Í Uppsetning vefþjónustu fyrir KPI fyrir fjárhagsskema glugganum getur þú ákveðið hvernig skal sýna KPI-gögn fjárhagsskema og á hvaða einstaka fjárhagsskemum skuli byggja afkastavísa. Þegar hnappurinn Birta vefþjónustu er valinn er KPI-gögnum tilgreinds fjárhagsskema bætt við lista yfir útgefnar vefþjónustur í glugganum Vefþjónusta.
Til að setja upp og gefa út KPI-vefþjónustu sem byggir á fjárhagsskemum
Í reitnum Leita skal færa inn Uppsetning vefþjónustu fyrir KPI fyrir fjárhagsskema og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flýtiflipanum Almennt þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Forspárgildi hefjast
Tilgreinið á hvaða tímapunkti áætluðu gildin eru sýnd á mynd KPI fyrir fjárhagsskema.
Áætluð gildi eru sótt úr þeirri fjárhagsáætlun sem er valin í reitnum Heiti fjárhagsáætl..
Til athugunar Til að fá KPI sem sýna áætlaðar tölur eftir tiltekna dagsetningu og rauntölur á undan dagsetningunni er hægt að breyta reiknum Bókun leyfð frá í glugganum Fjárhagsgrunnur. Frekari upplýsingar eru í Bókun leyfð frá. Heiti fjárhagsáætl.
Tilgreinið heiti fjárhagsáætlunarinnar sem veitir áætluð gildi fyrir KPI-vefþjónustu fjárhagsskemans.
Tímabil
Tilgreinið tímabilið sem KPI-vefþjónusta fjárhagsskemans er byggð á.
Skoða eftir
Tilgreinið hvaða tímabil á að nota til að sýna KPI fyrir fjárhagsskema.
Heiti vefþjónustu
Tilgreinið heiti KPI-vefþjónustu fyrir fjárhagsskema.
Þetta heiti birtist í reitnum Heiti þjónustu í glugganum Vefþjónusta.
Nú skal tilgreina eitt eða fleiri fjárhagsskemu sem á að birta sem KPI-vefþjónustu samkvæmt uppsetningunni í fyrri töflu.
Í flýtiflipanum Fjárhagsskemu þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Heiti fjárh.skema
Tilgreinið fjárhagsskemað sem KPI-vefþjónustan byggir á.
Lýsing reikningsáætlunar
Tilgreinið lýsingu fjárhagsskemans sem KPI-vefþjónustan byggir á.
Liður 3 er endurtekinn fyrir öll fjárhagsskemu sem þú vilt nota í KPI-fjárhagsskemavefþjónustunni.
Til að skoða eða breyta völdu fjárhagsskema er Breyta fjárhagsskema valið á flýtiflipanum Fjárhagsskema.
Til að skoða KPI-gögn fjárhagsskema sem hafa verið sett upp skal á flipanum Færsluleit velja Vefþjónusta KPI fyrir fjárhagsskema í hópnum Almennt.
Til að birta KPI-vefþjónustu fjárhagsskema skal á flipanum Heim velja Birta vefþjónustu í hópnum Vinna. Vefþjónustunni er bætt á listann yfir birtar vefþjónustur í glugganum Vefþjónusta.
Til athugunar Einnig er hægt að gefa út KPI-vefþjónustu með því að vísa á síðuhlutinn Uppsetning vefþjónustu fyrir KPI fyrir fjárhagsskema í glugganum Vefþjónusta. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Birta vefþjónustu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |