Opnið gluggann Vefþjónusta.
Þessi gluggi er notaður til að skoða fyrirliggjandi vefþjónustur sem stofnaðar hafa verið í núverandi gagnagrunni og til að stofna og gefa út nýjar vefþjónustur.
Vefþjónustur eru létt og stöðluð leið innan iðnaðarins til að gera virkni forrita aðgengilega ýmsum utanaðkomandi kerfum og notendum. Í Microsoft Dynamics NAV er hægt að birta síður, kótaeiningar eða fyrirspurnir sem vefþjónustur. Þegar Microsoft Dynamics NAV-hlutir á borð við vefþjónustur eru gefnir út verða þeir samstundis aðgengilegir á netinu. Hægt að prófa útgefnar vefþjónustur strax með því að velja myndaða tengla. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Birta vefþjónustu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |