Aðgerðin Pöntunarloforð gerir kleift að lofa því að pöntun verði send eða afhent á tilteknum degi. Kerfið reiknar út hvenær vara er tiltæk eða hægt að lofa henni og það býr til pöntunarlínur fyrir þær dagsetningar sem samþykktar eru.
Uppsetning pöntunarloforðs
Í reitnum Leita skal færa inn Pöntunarloforðagrunnur og velja síðan viðkomandi tengi.
Númer og tímaeiningarkóti er fært inn í reitinn Mótfært (Tími). Einn af eftirfarandi kótum er valinn:
Kóti Lýsing d
Almanaksdagur
v
Vika
m
Mánuður
f
Fjórðungur
á
Ár
Til dæmis merkir “3v” að mótfærður tími eða frestur er þriggja vikna. Til að gefa til kynna gildandi tímabil, setjið forlið fyrir alla þessa kóta með bókstafnum “ c “. Eigi til dæmis mótfærður tími að vera yfirstandandi mánuður er fært inn cm.
Númeraröð er færð inn í reitinn Pöntunarloforð nr. með því að velja línu af listanum í glugganum Nr. röð.
Sniðmát pöntunarloforða er fært inn í reitinn Sniðmát pöntunarloforða með því að velja línu af listanum í glugganum Listi yfir innkaupatillögusniðmát .
Innkaupatillögusniðmát er fært inn í reitinn Pöntunarloforð Innkaupatillaga með því að velja línu af listanum í glugganum Listi yfir innkaupatillögusniðmát .
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |