Hægt er flytja út gögn úr Microsoft Dynamics NAV í Microsoft Word eða Excel.
Hægt er flytja út gögn úr spjaldagluggum og listum. Einnig er hægt er að flytja gögn frá skýrslu yfir í önnur forrit. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að skoða og prenta skýrslur.
Ef t.d. á að greina fjárhagsáætlun eða verðmat birgða, er hægt að senda viðeigandi gögn í Excel til frekari úrvinnslu. Frekari upplýsingar eru í How to: Open Pages in Excel. Einng er hægt að stilla Microsoft Dynamics NAV þannig að hægt sé að senda gögn til Microsoft OneNote. Frekari upplýsingar eru í Integrating with Microsoft OneNote.
Áður en hægt er að flytja út gögn þarf stjórnandi að setja upp stílblað fyrir forritið sem á að flytja gögn í. Sjálfgefin stílblöð eru uppsett með Microsoft Dynamics NAV, sem hægt er að nota til að flytja hvaða síðu sem er yfir í Word eða Excel. Einnig er hægt að bæta við nýjum stílblöðum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Vinna með stílblöð.
Til að senda gögn í Word eða Excel
Glugginn sem inniheldur gögnin sem á að flytja út er opnaður, t.d. viðskiptamannsspjald.
Í valmyndinni Forrit er valið Prenta og senda og síðan Microsoft Excel eða Microsoft Word.
Forritið sem var valið opnast og nýtt skjal er stofnað með gögnunum sem á að flytja út.
Ef Microsoft Dynamics NAV er sett upp til að nota Microsoft Office 365, eru gögn send til Office Online. Ef Office er uppsett, er hægt að opna skjalið í venjulegri útgáfu Excel eða Word. Frekari upplýsingar eru í Integrating with Office 365 and SharePoint Online.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |