Þegar nýtt fyrirtæki er stofnað er hægt að flytja inn fyrirtækjastillingar fyrir nýja fyrirtækið. Stillingarnar úr .rapidstart skrá eru fluttar inn, sem afhendir innihald pakkans á samþjöppuðu formi. Samsvarandi safn sjálfgefinna gagnaflutningstaflna eru flutt inn. Gagnasamstæðan inniheldur aðalgagnatöflur og uppsetningargagnatöflur. Fyrsta verkið í gagnaflutningi er að meta hvort sjálfgefin flutningsuppsetning sé í samræmi við þarfir nýja fyrirtækisins.
Til athugunar |
---|
Ekki er hægt að endurnefna skrá sem ekki er þegar RapidStart-þjónusta skilgreiningarpakki sem .rapidstart skilgreiningarpakkaskrá og svo reyna að færa hana inn í Microsoft Dynamics NAV. Ef það er reynt, munu koma upp villuboð. |
Flutningsverkfæri RapidStart-þjónusta má nota á allar Microsoft Dynamics NAV töflur. Nota skal flutningsverkfærið til að flytja gögn á fljótlegan og nákvæman hátt.
Áður en hafist er handa þarf að ganga úr skugga um að notandi sé á RapidStart-síðu RapidStart-þjónusta. Það veitir nauðsynlegt samhengi fyrir grunnstillingarvinnu. Til að breyta heimasíðunni fyrir Mitt hlutverk, sjá Hvernig á að breyta Mínu hlutverki. Velja RapidStart forstillingarkenni.
Mikilvægt |
---|
Við inn- og útflutning stillingapakka milli gagnagrunna tveggja fyrirtækja ættu gagnagrunnarnir að hafa sama skema til að ganga úr skugga um að öll gögn séu flutt rétt. Þetta merkir að gagnagrunnar ættu að hafa sama skipulag í töflum og reitum, þar sem töflur hafa sömu aðallykla og reitir hafa sama kenni og gagnagerðir. Hægt er að flytja inn skilgreiningapakka sem hefur verið fluttur út úr gagnagrunni sem hefur annað skemma en markgagnagrunnur. Allar töflur eða reitir sem eru í skilgreiningapakkanum en ekki í markgagnagrunninum verða hins vegar ekki fluttir inn. Töflur með öðrum aðallyklum og reitum sem hafa aðrar gagnagerðir verða heldur ekki fluttir inn. Sem dæmi má nefna að gögn munu ekki flytjast yfir ef skilgreiningapakki inniheldur töfluna 50000 Customer sem hefur aðallykilinn Code20 og gagnagrunnurinn sem flutt er inn í inniheldur töfluna 50000 Customer Bank Account sem hefur aðallykilinn Code20 + Code 20. |
Til að flytja inn skilgreiningarpakka fyrir gagnaflutning
Opna skal nýja fyrirtækið.
Opna gluggann Skilgreiningarpakkar.
Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Flytja inn pakka. Farið er í .rapidstart pakkaskrána sem á að flytja inn. Velja Opna. Á meðan innflutningi stendur, er innihald pakkans afþjappað og pakkafærslan stofnuð.
Hægt er að sjá fjölda grunnstillingartaflna sem hafa ferð fluttar inn í reitnum Fjöldi taflna.
Til að fara yfir lista grunnstillingartafla er farið í flipann Heim, flokkinn Stjórna og Skoða valið.
Til að nota pakkann er farið á flipann Heim, flokkinn Vinna og Nota pakka valið.
Til athugunar Gagnaflutningsupplýsingar byggjast á skilgreiningarsniðmátum, ef slíkt er tilgreint. Uppfæra þarf sniðmátið fyrst til að breyta lista reita. Til að fara yfir reitaval skal velja töflu. Á tækjastikunni Línur, á valmyndinni Töflur skal velja Reitir. Bera saman og skoða fjölda reita sem eru tiltækir þeim fjölda reita hverra gögn hafa verið jöfnuð.
Ef val á töflum uppfyllir ekki þarfir fyrirtækisins er hægt að stofna eina eða fleiri nýjar gagnaflutningsskrár. Ef skrárnar eru fullnægjandi er hægt að halda áfram með gagnaflutninginn með því að nota .xls- eða .xml-skrár
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |