Ef tengja þarf einhverjar upplýsingar við tiltekið vörurakningarnúmer, t.d. vegna gæðaeftirlits, er hægt að gera það á upplýsingaspjaldinu fyrir rað- eða lotunúmer.

Skráning upplýsinga um rað- og lotunúmer

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Sölupantanir og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Stofna sölupöntunarlínu fyrir vörurakta vöru.

    Haldið er áfram til að úthluta rað- og lotunúmerum í sölupöntunarlínuna.

  3. Á flýtiflipanum Línur skal velja Lína og síðan Vörurakningarlínur.

  4. Í reitnum Raðnúmer skal færa inn RAÐ1, í reitinn Lotunr. skal færa inn Lota 1 og síðan skal færa inn 1 í reitinn Magn (stofn).

  5. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Lína, skal velja til dæmis Raðnúmeraupplýsingaspjald.

    Reitirnir Raðnúmer og Lotunr. eru fyllt út fyrirfram úr vörurakningarlínunni.

  6. Færa inn stuttan texta í reitinn Lýsing, til dæmis um ástand vörunnar.

  7. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Raðnúmer, skal velja Athugasemd til að stofna sérstaka athugasemdarfærslu.

  8. Veljið gátreitinn Lokaður til að sleppa rað- eða lotunúmerinu úr færslum.

Til að breyta þeim upplýsingum um rað-/lotunúmer sem til eru:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Vörur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Birgðaspjald skal fara á flipann Færsluleit og velja hnappinn Færslur í flokknum Ferill og velja síðan Færslur.

  3. Velja reitinn Lotunr. eða Raðnúmer. Ef upplýsingar eru til fyrir þetta vörurakningarnúmer þá mun glugginn Lotunr. upplýsingalista eða Raðnr. upplýsingalista opnast.

  4. Velja skal spjald og síðan Lotunr./raðnúmeraupplýsingaspjald í flokknum Aðgerðir á flipanum Aðgerðir.

  5. Breyta stuttri lýsingu, athugasemdafærslu eða reitnum Lokaður.

Ekki er hægt að breyta rað- eða lotunúmerum eða magni. Til að gera það verður að endurflokka birgðabókarfærsluna í spurningu. Nánari upplýsingar um þetta efni er að finna í Endurflokkun lotu- eða raðnúmera.

Ábending

Sjá einnig