Þegar línur eru afritaðar úr öðru skjali með aðgerðinni Afrita skjal þarf að ákveða hvort á að endurreikna afrituðu línurnar samkvæmt gildum á haus nýja skjalsins.
Ef valið er að endurreikna línurnar verður vörunúmeri og magni haldið en upphæðirnar í línunum endurreiknaðar, t.d. samkvæmt upplýsingum um lánardrottin í nýja fylgiskjalshausnum. Með þessum hætti gerir aðgerðin Afrita skjal grein fyrir vöruverði og afsláttum sem sett er upp fyrir lánardrottinn eða viðskiptamann í nýja fylgiskjalinu.
Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að afrita upplýsingar úr innkaupaskjölum yfir í innkaupakreditreikninga.
Eftirfarandi ferli byggist á innkaupakreditreikningi.
Hvernig á að endurreiknað línur við afritun skjala
Í reitinn Leita skal færa inn Innkaupakreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengi.
Stofna nýjan kreditreikning og hafa alla reiti auða.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Afrita skjal.
Í glugganum Afrita innkaupaskjal er smellt á reitinn Tegund fylgiskjals veljið tegund fylgiskjals sem á að afrita upplýsingar úr.
Í reitnum Númer fylgiskjals er fært inn númer skjalsins sem hefur að geyma upplýsingarnar sem skal afrita.
Velja skal gátreitinn Endurreikna línur.
Velja hnappinn Í lagi til að láta endurreikna afrituðu skjalslínurnar við afritun.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |