Þegar innheimta beingreiðslu er meðhöndluð af bankanum er hægt að bóka kvittanir greiðslunnar fyrir sölureikninganna. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Stofna SEPA-innheimtufærslur fyrir beingreiðslur og flytja út í bankaskrá.
Hægt er að bóka greiðslukvittunina beint úr Innheimta með beinni skuldfærslu glugganum eða Færslur innheimtu með beinni skuldf. glugganum. Einnig er hægt að færa verkið á annan notanda með því að undirbúa tengdar færslubókarlínur.
Bóka greiðslukvittun beingreiðslu úr glugganum Innheimta beingreiðslur
Í reitinn Leit skal færa inn Innheimta beingreiðslu og velja síðan viðkomandi tengil.
Veljið línu fyrir innheimtu beingreiðslu sem hefur verið flutt út í bankaskrá og meðhöndluð af bankanum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Stofna SEPA-innheimtufærslur fyrir beingreiðslur og flytja út í bankaskrá.
Á flipanum Heim, í flokknum Meðhöndla, skal velja Bóka greiðslukvittanir.
Í glugganum Bóka innheimtu með beinni skuldfærslu þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Númer innheimtu með beinni skuldfærslu
Tilgreina innheimtu beingreiðslu sem á að bóka greiðslukvittun fyrir.
Sniðmát almennrar færslubókar
Tilgreina hvaða sniðmát almennrar færslubókar á að nota til að bóka greiðslukvittun, svo sem sniðmát fyrir inngreiðslur.
Heiti færslubókarkeyrslu
Tilgreina hvaða færslubókarkeyrslu á að nota til að bóka greiðslukvittun.
Stofna aðeins færslubók
Veljið þennan gátreit ef ekki á að bóka greiðslukvittunina þegar Í lagi hnappurinn er valinn. Greiðslukvittunin verður undirbúin í tilgreindri færslubók og mun ekki vera bókuð fyrr en einhver bókar færslubókarlínurnar sem um ræðir.
Velja hnappinn Í lagi.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |