Verkfærið til að breyta VSK-hlutfalli er notað til að breyta stöðluðu VSK-hlutfalli. VSK og almennir bókunarflokkar eru umreiknaðir til að breyta VSK-hlutfalli og halda VSK-skýrslum réttum.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar, allt eftir uppsetningu:
-
VSK og almennum bókunarflokkum er umbreytt.
-
Breytingar eru innleiddar í fjárhagsreikninga, viðskiptamenn, lánardrottna, opin skjöl, bókarlínum, o.s.frv.
Mikilvægt |
---|
Áður en VSK-hlutfall er umreiknað, er hægt að framækvæma prófunarumreikning til að ganga úr skugga um að breytingaferli VSK-hlutfalls sé rétt framkvæmt. |
Til að gera prufuumreikning VSK-hlutfalls
Í reitnum Leit skal færa inn Breyting á VSK-hlutfalil og velja síðan tengilinn Uppsetning á VSK-breytingu.
Staðfesta að VSK-vörubókunarflokksumbreytingar eða almenna vörubókunarflokksumbreytingin hafi þegar verið sett upp.
Mikilvægt Hreinsa gátreitinn Framkvæma umreikning. Mikilvægt Hreinsa gátreitinn Breytingaverkfæri fyrir VSK-hlutfall lokið. Gátreiturinn er valinn sjálfvirkt þegar raunverulegum umreikningi vsk-stigs er lokið. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Breyta.
Þegar umreikningnum er lokið, á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Breytingaskrárfærslur fyrir VSK-hlutfall til að skoða niðurstöður af prufuumreikningnum.
Mikilvægt Við prófun á yfirfærslu er reiturinn Umreiknað í töflu Kladdafærsla fyrir breytingar á VSK-hlutfalli hreinsað og reiturinn Umreiknuð dagsetning í töflunni Kladdafærsla fyrir breytingar á VSK-hlutfalli auður. Staðfesta hverja færslu áður en umreikningur er framkvæmdur. Sérstaklega skal staðfesta færslur sem nota eldra VSK-færslur.
Til að umreikna VSK-hlutfall
Í reitnum Leit skal færa inn Breyting á VSK-hlutfalil og velja síðan tengilinn Uppsetning á VSK-breytingu.
Staðfesta að VSK-vörubókunarflokksumbreytingar eða almennar vörubókunarflokksumbreytingar hafi þegar verið settar upp.
Veljið gátreitinn Framkvæma umreikning.
Mikilvægt Hreinsa gátreitinn Breytingaverkfæri fyrir VSK-hlutfall lokið. Gátreiturinn er valinn sjálfvirkt þegar umreikningi vsk-stigs er lokið. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Breyta.
Þegar umreikningnum er lokið, á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Breytingaskrárfærslur fyrir VSK-hlutfall til að skoða niðurstöður af umreikningnum.
Mikilvægt Eftir að umreikningi er lokið er reiturinn Umreiknað í töflunni Kladdafærsla fyrir breytingar á VSK-hlutfalli valinn og reiturinn Umreiknuð dagsetning í töflunni Kladdafærsla fyrir breytingar á VSK-hlutfalli er fylltur út með umreikningsdagsetningunni. Fara skal yfir hverja færslu. Sérstaklega skal fara yfir færslur sem nota eldra VSK-færslur.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |