Til að finna vöruhúsaúthlutanir þínar skaltu opna spjaldgluggann fyrir valda vöru. Gluggi valins atriðis er opnaður Hafi vöruhúsaleiðbeiningar verið stofnaðar eru Taka- og Setja-línur sjáanlegar og hægt er að byrja á úthlutun. Í sumum vöruhúsum gæti yfirmaður verið búinn að úthluta tilteknum leiðbeiningum á hvern starfsmann.
Leitað að leiðbeiningum sem úthlutað hefur verið:
Í reitnum Leit skal færa inn Vöruhús - frágangur, Vöruhús tínslur eða Vöruhúsahreyfingog velja síðan viðkomandi tengil. Nú sést listi yfir allar úthlutanir í öllum birgðageymslum.
Raða vörum eftir birgðageymslu. Nú er hægt að sjá leiðbeiningar sem notandanum hefur verið úthlutað.
Bendillinn er settur í eina af línunum með upphafsstöfun notanda í reitnum Úthlutað notandakenni og smellt á Í lagi. Frágangsleiðbeiningarnar birtast þá í glugganum með upphafsstafi notanda í reitnum Úthlutað notandakenni á flýtiflipanum Almennt.
Hægt er að nota reitinn Úthlutað notandakenni á hausnum til að merkja sér verkúthlutun hafi yfirmaður vöruhússins ekki úthlutað tilteknum leiðbeiningum á einstaklinga. Kenni notanda er einfaldlega ritað í haus vöruhússins áður en vinna er hafin með leiðbeiningar. Samstarfsmenn notanda geta síðan unnið með aðrar leiðbeiningar og komist er hjá tvíverknaði í vöruhúsinu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |